Helstu birgjar

Vélar og verkfæri leggja ríka áherslu á að bjóða eingöngu upp á traustar gæðavörur og þar skipta góðir birgjar höfuðmáli.

Mörg viðskiptatengsla fyrirtæksins hafa staðið í áratugi og eru enn að eflast, sem dæmi má nefna að Vélar og verkfæri hafa skipt við Assa AB frá árinu 1933. 

Sjá vöruflokka

18.6.2015
Kvennafrídagurinn 19. júní 2015

Vélar og verkfæri lokar kl. 12:00


22.5.2015
Frost - Keep it simple

Vélar og verkfæri hefur flutt inn vörur frá danska fyrirtækinu Frost um árabil. Þetta er skandinavísk hönnun  og mantran þeirra er „Keep it simple“. Hlutirnir eiga að vera praktískir, einfaldir og fallegir. Til að viðhalda ákveðnum ferskleika og frelsi er fyrirtækið ekki með sína eigin hönnunardeild heldur semur við sjálfstæða hönnuði eða hönnunarfyrirtæki.

Margar vörur frá Frost hafa fengið verðlaun:

  • RADA skóhillurnar unnu reddot design verðlaunin 2013, IF(International Forum) vöruhönnunarverðlaunin 2014, Good Design verðlaunin og Interior innovation verðlaunin 2014.
  • LULU snagarnir unnu reddot design verðlaunin árið 2010, IF vöruhönnunarverðlaunin árið 2011 og Good Design verðlaunin .
  • Wishbone borðin unnu reddot design verðlaunin árið 2010 og Good Design verðlaunin.
  • Camouflage snagarnir unnu reddot design verðlaunin árið 2008, IF vöruhönnunarverðlaunin árið 2009 og voru tilnefndir til DesignPreis 2009.
  • Wishbone fatahengið fékk reddot design verðlaunin árið 2008, tilnefnt til Designpreis 2009 og Good Design verðlaunin.

Hafðu samband

Fyrirtæki okkar er opið mánudaga til fimmtudaga
frá 08:00-17:00.

Föstudaga er opið frá 08:00-16:00.
Lokað í hádeginu milli 12:00 og 13:00 alla virka daga.

550 8500

vv@vv.is


Staðsetning

Skútuvogi 1C  
104 Reykjavík