Helstu birgjar

Vélar og verkfæri leggja ríka áherslu á að bjóða eingöngu upp á traustar gæðavörur og þar skipta góðir birgjar höfuðmáli.

Mörg viðskiptatengsla fyrirtæksins hafa staðið í áratugi og eru enn að eflast, sem dæmi má nefna að Vélar og verkfæri hafa skipt við Assa AB frá árinu 1933. 

Sjá vöruflokka

31.3.2020
Breytingar á afgreiðslu vegna Covid-19

Á meðan Covid-19 faraldur geysar á Íslandi og samkomubann er í gildi reynum við hjá Vélum og verkfærum að gera okkar besta til að stuðla að því að samneyti fólks sé með minnsta móti á sama tíma og við reynum að halda uppi þjónustu við viðskiptavini.

Opnunartími fyrirtækisins er óbreyttur en við hvetjum viðskiptavini okkar til að leita til okkar gegnum tölvupóst (vv@vv.is ) eða hringja í síma 550 8500 sé þess nokkur kostur.

Starfsfólk Véla og verkfæra mun taka vel á móti viðskiptavinum í söludeild en við viljum biðja þá sem heimsækja okkur að:

  • Ganga inn um inngang að Skútuvogi 1C
  • Ganga frá pöntun og greiðslu í söludeild
  • Halda 2m fjarlægð frá starfsmönnum og öðrum viðskiptavinum
  • Ganga út um útgang að Skútuvogi 1D
  • Koma sér vel fyrir í farartæki sínu
  • Starfsfólk lagers tekur saman vörurnar og afhendir þær beint í farartæki viðskiptavina

Með þökk fyrir skilninginn,

Starfsfólk Véla og verkfæra ehf.Hafðu samband

Vélar og verkfæri hafa opið mánudaga til fimmtudaga
frá 08:00-17:00.

Föstudaga er opið frá 08:00-15:00

Lykillausnir, Skútuvogi 1E, eru opnar mánudaga til föstudaga 8:00-17:00.

550 8500

vv@vv.is


Staðsetning

Skútuvogi 1C  
104 Reykjavík