Helstu birgjar

Vélar og verkfæri leggja ríka áherslu á að bjóða eingöngu upp á traustar gæðavörur og þar skipta góðir birgjar höfuðmáli.

Mörg viðskiptatengsla fyrirtæksins hafa staðið í áratugi og eru enn að eflast, sem dæmi má nefna að Vélar og verkfæri hafa skipt við Assa AB frá árinu 1933. 

Sjá vöruflokka

21.10.2015
Nýtt á Íslandi: Assa Abloy Traka

Vélar & verkfæra hafa hafið sölu á lausnum frá Assa Abloy Traka. Traka Lmtd er staðsett í Bretlandi en árið 2012 keypti Assa Abloy það. Fyrirtækið var stofnað árið 1995 eftir að British Airways kallaði eftir betri leiðum til að vinna með umsýslu lykla á viðhaldsbílum. Þörf var fyrir bæði tæki og hugbúnað til að tryggja öryggi og skráningu bíllykla. Frumgerð upphaflega lyklaskáparins var sett upp árið 1993.

Það hefur verið mikil þróun síðan upphaflegu skáparnir komu á markað. Árið 2007 komu  snjallir rafrænir lyklaskápar sem nota RFID tæknina til að tryggja öryggi og stýra aðgangi að eignum eins og handtölvum, fartölvum, sjóðsvélum, öryggistalstöðvum og litlum vopnum. Með sama hugbúnaði er öll notkun á þessum tækjum skráð.

Traka fyrirtækið hefur náð gríðarlega góðum árangri og hafa þrisvar sinnum fengið „The Queens Award for Enterprise“, síðast 2012. Þetta eru afar virt verðlaun fyrir framúrskarandi fyrirtæki í Bretlandi. Gæðin skipta þá líka miklu enda eru þeir gæðavottaður samkvæmt ISO9001 staðlinum.

Traka hefur Dæmi um notendur á Traka kerfunum eru:

 • Verslunarkeðjurnar ASDA og Tesco
 • Fangelsi og skyldar stofnanir
 • Verksmiðjur
 • Námur
 • Háskólar
 • Menntaskólar
 • Bankar
 • Pósturinn
 • Spilavíti
 • Fasteignafélög

Sjá nánar hér


22.5.2015
Frost - Keep it simple

Vélar og verkfæri hefur flutt inn vörur frá danska fyrirtækinu Frost um árabil. Þetta er skandinavísk hönnun  og mantran þeirra er „Keep it simple“. Hlutirnir eiga að vera praktískir, einfaldir og fallegir. Til að viðhalda ákveðnum ferskleika og frelsi er fyrirtækið ekki með sína eigin hönnunardeild heldur semur við sjálfstæða hönnuði eða hönnunarfyrirtæki.

Margar vörur frá Frost hafa fengið verðlaun:

 • RADA skóhillurnar unnu reddot design verðlaunin 2013, IF(International Forum) vöruhönnunarverðlaunin 2014, Good Design verðlaunin og Interior innovation verðlaunin 2014.
 • LULU snagarnir unnu reddot design verðlaunin árið 2010, IF vöruhönnunarverðlaunin árið 2011 og Good Design verðlaunin .
 • Wishbone borðin unnu reddot design verðlaunin árið 2010 og Good Design verðlaunin.
 • Camouflage snagarnir unnu reddot design verðlaunin árið 2008, IF vöruhönnunarverðlaunin árið 2009 og voru tilnefndir til DesignPreis 2009.
 • Wishbone fatahengið fékk reddot design verðlaunin árið 2008, tilnefnt til Designpreis 2009 og Good Design verðlaunin.

Hafðu samband

Fyrirtæki okkar er opið mánudaga til fimmtudaga
frá 08:00-17:00.

Föstudaga er opið frá 08:00-16:00.
Lokað í hádeginu milli 12:00 og 13:00 alla virka daga.

550 8500

vv@vv.is


Staðsetning

Skútuvogi 1C  
104 Reykjavík