Til þess að sækja um reikningsviðskipti er nauðsynlegt að fylla út eftirfarandi form, skrifa undir það og senda það með tölvupósti á netfangið bokhald@vv.is . Bókhald áskilur sér a.m.k 2 virka daga í að vinna umsóknir.
Skilyrði fyrir stofnun viðskiptareiknings eru almennt:
- Að áætluð viðskipti séu yfir 500.000 kr. á ári / 42.000 kr. á mánuði.
- Viðkomandi fyrirtæki sé í áhættuflokki 1-4 skv. áhættumati Creditinfo. Fari fyrirtækið í CIP 5-10 eða viðkomandi aðilar lenda í alvarlegum vanskilum, er Vélum og verkfærum ehf. heimilt, án frekari fyrirvara, að breyta reikningnum í staðgreiðslureikning.
- Að umsækjandi sé ekki á vanskilaskrá.
Óski umsækjandi eftir að úttektaraðilar á vegum fyrirtækisins verði skráðir skal senda nöfn og kennitölur þeirra á bokhald@vv.is