31.7.2018
Sumarlokun Véla og verkfæra 2018

Starfsfólk Véla og verkfæra ehf. ætlar að sameinast í sumarfríi í 3 daga kringum verslunarmannahelgina 2018 og því verður lokað eftirfarandi daga:

 • Fimmtudaginn 2. ágúst
 • Föstudaginn 3. ágúst
 • Þriðjudaginn 7. ágúst

Við vonum að þetta valdi viðskiptavinum ekki vandamálum og opnum dyrnar aftur hress og kát miðvikudaginn 8. ágúst kl. 8:00.

Gleðilega verslunarmannahelgi!

19.5.2017
Komið í heimsók í bás C9 á The Amazing Home Show

Helgina 19.-21. verða starfsmenn Véla og verkfæra á The Amazing Homeshow.

Meðal annars verður getraun í gangi þar sem aðalvinningurinn er hágæða hleðsluborvél frá Panasonic að andvirði 39.200. Aukavinningar eru Stabila hallamál, Led Lenser höfuðljós, Master öryggishjólalás.

 


10.12.2015
Angelpoise lampinn

Angelpoise Original 1227 lampinn var hannaður árið 1931 af bílaverkfræðingnum George Carwardine. Aðalsmerki lampans eru sterkir en liprir gormar og góður sveigjanleiki. Einn frægasti hönnuður Breta, Sir Kenneth Grange, var yfirhönnuður fyrirtækisins um tíma, segir lampann eins og hann er í dag vera sína uppáhalds hönnun. Hann kom fram með útlitshönnun lampans árið 2003. Glæsileiki lampans gerir það að verkum að hann hentar jafnt heimilum sem fyrirtækjum og fæst hann í mörgum litum.

 Hér er hægt að skoða sögu hans og þróun:

 https://www.angelpoise.com/about

 

Angelpoise


21.10.2015
Nýtt á Íslandi: Assa Abloy Traka

Vélar & verkfæra hafa hafið sölu á lausnum frá Assa Abloy Traka. Traka Lmtd er staðsett í Bretlandi en árið 2012 keypti Assa Abloy það. Fyrirtækið var stofnað árið 1995 eftir að British Airways kallaði eftir betri leiðum til að vinna með umsýslu lykla á viðhaldsbílum. Þörf var fyrir bæði tæki og hugbúnað til að tryggja öryggi og skráningu bíllykla. Frumgerð upphaflega lyklaskáparins var sett upp árið 1993.

Það hefur verið mikil þróun síðan upphaflegu skáparnir komu á markað. Árið 2007 komu  snjallir rafrænir lyklaskápar sem nota RFID tæknina til að tryggja öryggi og stýra aðgangi að eignum eins og handtölvum, fartölvum, sjóðsvélum, öryggistalstöðvum og litlum vopnum. Með sama hugbúnaði er öll notkun á þessum tækjum skráð.

Traka fyrirtækið hefur náð gríðarlega góðum árangri og hafa þrisvar sinnum fengið „The Queens Award for Enterprise“, síðast 2012. Þetta eru afar virt verðlaun fyrir framúrskarandi fyrirtæki í Bretlandi. Gæðin skipta þá líka miklu enda eru þeir gæðavottaður samkvæmt ISO9001 staðlinum.

Traka hefur Dæmi um notendur á Traka kerfunum eru:

 • Verslunarkeðjurnar ASDA og Tesco
 • Fangelsi og skyldar stofnanir
 • Verksmiðjur
 • Námur
 • Háskólar
 • Menntaskólar
 • Bankar
 • Pósturinn
 • Spilavíti
 • Fasteignafélög

Sjá nánar hér


22.5.2015
Frost - Keep it simple

Vélar og verkfæri hefur flutt inn vörur frá danska fyrirtækinu Frost um árabil. Þetta er skandinavísk hönnun  og mantran þeirra er „Keep it simple“. Hlutirnir eiga að vera praktískir, einfaldir og fallegir. Til að viðhalda ákveðnum ferskleika og frelsi er fyrirtækið ekki með sína eigin hönnunardeild heldur semur við sjálfstæða hönnuði eða hönnunarfyrirtæki.

Margar vörur frá Frost hafa fengið verðlaun:

 • RADA skóhillurnar unnu reddot design verðlaunin 2013, IF(International Forum) vöruhönnunarverðlaunin 2014, Good Design verðlaunin og Interior innovation verðlaunin 2014.
 • LULU snagarnir unnu reddot design verðlaunin árið 2010, IF vöruhönnunarverðlaunin árið 2011 og Good Design verðlaunin .
 • Wishbone borðin unnu reddot design verðlaunin árið 2010 og Good Design verðlaunin.
 • Camouflage snagarnir unnu reddot design verðlaunin árið 2008, IF vöruhönnunarverðlaunin árið 2009 og voru tilnefndir til DesignPreis 2009.
 • Wishbone fatahengið fékk reddot design verðlaunin árið 2008, tilnefnt til Designpreis 2009 og Good Design verðlaunin.

19.12.2014
Wagenfeld borðlampinn

Þennan glæsilega og einstaka borðlampa hannaði Wilhelm Wagenfeld prófessor árið 1924, aðeins 24 ára að aldri og nýtekinn til starfa á Bauhaus vinnustofunni í Weimar.

Lampinn hefur haldið vinsældum sínum áratugum saman enda er hönnunin einstök og tímalaus. Hver einasti Wagenfeld borðlampi er númeraður og merktur Technoleum Bauhaus.