Þjónusta

Vélar og verkfæri veita aðstoð við viðgerðir, val og kaup á varahlutum og allt sem viðkemur lyklakerfum.

news

Viðgerðir og varahlutir

Við erum ávallt reiðubúin að aðstoða viðskiptavini okkar og erum með góða viðgerðarþjónustu og stóran lager af varahlutum fyrir þau rafeinda- og raftæki sem við dreifum og seljum.

Sjá nánar


 

Lasasmidi

Lásasmíði

Vélar og verkfæri eru með fullkomið lásaverkstæði þar sem við setjum saman sýlindra og smíðum lykla í höfuðlyklakerfin sem við seljum og þjónustum. 

Athugið að venjulegir húslyklar eru smíðaðir í fjölda verslana um land allt, til dæmis Bauhaus, Byko, Húsasmiðjunni, Lásaþjónustunni, Láshúsinu og víðar.

Reikningsviðskipti

Reikningsviðskipti

  • Ef umsækjandi er einstaklingur þarf viðkomandi að vera fasteignaeigandi og ekki á vanskilaskrá.
  • Ef umsækjandi er lögaðili sbr. einkahlutafélag(ehf), þá þarf útfyllt og undirrituð ábyrgðaryfirlýsing að fylgja umsókninni. Skilyrt er að hluthafi eða eigandi félagsins ábyrgist úttektir þess og lýtur sá eða sú hin sama skilmálum einstaklings.
  • Hægt er að skila inn beiðni um reikningsviðskipti á skrifstofu Véla og verkfæra ehf. að Skútuvogi 1c eða með tölvupósti á netfangið bokhald@vv.is

Umsókn um reikningsviðskipti

Ábyrgðaryfirlýsing

Myndaniðurstaða fyrir help free picture

Aðstoð gegnum tölvu

Ef tæknideild þarf að tengjast tölvunni þinni til að aðstoða þig þá notum við forritið TeamViewer. Smelltu á tengil fyrir neðan til að sækja forritið.

Eftir að þú hefur sett forritið upp og ræst það ættir þú að sjá Your ID og Password. Þetta gefur þú okkur upp þegar þú hringir svo að við getum tengst tölvunni þinni og farið yfir stillingarnar.

Fjarhjálp