Þjónusta

Vélar og verkfæri veita aðstoð við viðgerðir, val og kaup á varahlutum og allt sem viðkemur lyklakerfum.

news

Viðgerðir og varahlutir

Við erum ávallt reiðubúin að aðstoða viðskiptavini okkar og erum með góða viðgerðarþjónustu og stóran lager af varahlutum fyrir þau rafeinda- og raftæki sem við dreifum og seljum.

Sjá nánar


 

Lykillausnir_minnkað2

Lykillausnir

Í desember 2019 fluttu lásasmiðir Véla og verkfæra í nýtt húsnæði að Skútuvogi 1E þar sem aðstaða til að taka á móti fólki í lása- og lyklaleit var stórbætt. Þar er til staðar  fullkomið lásaverkstæði þar sem raðað er í sýlindra og lyklar smíðaðir eftir þörfum hvers viðskiptavinar. Á sama stað er einnig hægt að skoða ýmislegt tengt hurðum, gluggum og skoða lausnir fyrir snjallheimilið. Þjónustuverslun lásasmiða Véla og verkfæra nefnist Lykillausnir.

Reikningsviðskipti

Til þess að sækja um reikningsviðskipti er nauðsynlegt að fylla út eftirfarandi form, skrifa undir það og senda það með tölvupósti á netfangið bokhald@vv.is . Bókhald áskilur sér a.m.k 2 virka daga í að vinna umsóknir.

Skilyrði fyrir stofnun viðskiptareiknings eru almennt:

  1. Að áætluð viðskipti séu yfir 500.000 kr. á ári / 42.000 kr. á mánuði.
  2. Viðkomandi fyrirtæki sé í áhættuflokki 1-4 skv. áhættumati Creditinfo. Fari fyrirtækið í CIP 5-10 eða viðkomandi aðilar lenda í alvarlegum vanskilum, er Vélum og verkfærum ehf. heimilt, án frekari fyrirvara, að breyta reikningnum í staðgreiðslureikning.
  3. Að umsækjandi sé ekki á vanskilaskrá.

Óski umsækjandi eftir að úttektaraðilar á vegum fyrirtækisins verði skráðir skal senda nöfn og kennitölur þeirra á bokhald@vv.is

Umsókn um reikningsviðskipti

Myndaniðurstaða fyrir help free picture

Aðstoð gegnum tölvu

Ef tæknideild þarf að tengjast tölvunni þinni til að aðstoða þig þá notum við forritið TeamViewer. Smelltu á tengil fyrir neðan til að sækja forritið.

Eftir að þú hefur sett forritið upp og ræst það ættir þú að sjá Your ID og Password. Þetta gefur þú okkur upp þegar þú hringir svo að við getum tengst tölvunni þinni og farið yfir stillingarnar.

Fjarhjálp