Vidgerdir

Viðgerðir og varahlutir

Að sjálfsögðu eigum við til á lager flesta varahluti í þau rafeinda- og raftæki sem við dreifum og seljum á Íslandi. Við sjáum einnig um viðgerðarþjónustu nema hvað varðar Panasonic rafmagnsverkfæri*
Hafðu samband í síma 550 8510 eða kíktu við hjá okkur í Skútuvogi 1C, 104 Reykjavík.

Athugið að þegar ekki er sérstaklega getið um ábyrgðartíma á vörum þá gilda ábyrgðarreglur Evrópska Efnahagssvæðisins, þ.e. vörur fyrir fagmenn og til atvinnureksturs eru með eins árs ábyrgð og vörur fyrir einstaklinga eru með tveggja ára ábyrgð.
Framvísa verður reikningi þegar um ábyrgðarmál er að ræða. Ef vörur eru seldar af endursöluaðilum þá verður að snúa sér til þeirra hvað varðar ábyrgðarmál.

*Viðgerðaraðili Panasonic rafmagnsverkfæra er:

Röggi ehf

Smiðshöfða 9

110 Reykjavík