Fréttir

Stytting vinnuvikunnar

Starfsfólk Véla og verkfæra óska viðskiptamönnum fyrirtækisins gleðilegs árs og þakka viðskiptin á árinu 2019. Það eru spennandi tímar framundan hjá fyrirtækinu og það verður gaman að þjóna ykkur áfram árið 2020.

Í kjölfar kjarasamninga FA og VR á árinu 2019 þar sem kveðið er á um styttingu vinnuvikunnar hefur verið ákveðið að söludeild Véla og verkfæra og afgreiðsla á lager fyrirtækisins munu loka klukkan 15 á föstudögum frá 1. Janúar 2020.

Lykillausnir, Skútuvogi 1E, munu áfram verða opnar til klukkan 17 á föstudögum.

Bestu kveðjur,

Starfsfólk Véla og verkfæra ehf.