Aðgangskerfi

Aðgangskerfi

Þegar velja á aðgangskerfi er mikilvægt að setja öryggi og einfaldleika í fyrsta sæti. Starfsfólk Véla og verkfæra eru sérfræðingar í aðgangskerfum, bæði rafstýrðum og mekanískum, og vinna að því að sérsníða lausnir eftir þörfum hvers og eins, og fyrir allar gerðir fasteigna. 

Við notumst eingöngu við fyrsta flokks vörur, meðal annars Mifare og iClass aðgangskort. Útvegum einnig sjálfstæðar einingar, svosem nettengda og þráðlausa lesara, handlesara, augnlesara og fleira.

Dyrasímar

Dyrasímar

Hágæða mynddyrasímar frá Aiphone sýna og segja þér vafningalaust hver það er sem hringir dyrabjöllunni hjá þér.


Fjarstýringar

Fjarstýringar

Fjarstýringar frá Tousek sem geta opnað hurðir og hlið, kveikja ljós eða slökkva á öryggiskerfinu – þægilegt og hraðvirkt tæki. Rafeindastýrð aðgangskerfi, frátengd

Rafeindastýrð aðgangskerfi, frátengd

Einföld rafeindastýrð Aperio og Smartair aðgangskerfi frá Assa Abloy. Allt frá fullkomnum þráðlausum kerfum fyrir ónettengdar byggingar til hagkvæmra, öruggra lausna fyrir stakar hurðir.


Rafeindastýrð aðgangskerfi, tölvutengd

Rafeindastýrð aðgangskerfi, tölvutengd

Aðgangskerfi sem eru rafeindastýrð og tölvutengd. Nýstárleg tækni með hentugri miðstýringu. Fást bæði þráðlaus eða með lögnum, meðal annars frá Paxton og Assa Abloy Aperio.


Rafeindastýrð höfuðlyklakerfi

Rafeindastýrð höfuðlyklakerfi

Mekanískt og rafrænt öryggi með ASSA Cliq Remote

Hugmyndin á bak við Cliq tæknina er að skapa lyklakerfi þar sem að miklu öryggi er viðhaldið þrátt fyrir uppfærslur, breytingar og stækkanir. Jafnvel eftir mörg ár í notkun og stöðugt flæði nýrra leigjenda, starfsmanna eða breytinga á vinnustað, er öryggið enn til staðar og óbreytt. Kerfið er hannað þannig að það nýtir bæði eiginleika aðgangskerfis og mekanísks höfuðlyklakerfis, sem þýðir að það hentar vel fyrirtækjum sem eru á mörgum stöðum.

Cliq Remote gerir manni kleift að veita manneskju – hvar sem er í heiminum aðgang að byggingu. Einnig er hægt að ákveða á hvaða tíma lykillinn er virkur og fyrir hvaða hurðar.
Takkalásar

Takkalásar

Takkalásar, bæði rafhlöðuknúnir og venjulegir, frá Assa, Siemens, Samsung, RCO Security og Yale.