Bílskúrs- og iðnaðarhurðir

Bílskúrs- og iðnaðarhurðir

Við bjóðum upp á gott úrval bílskúrhurðaopnara fyrir allar gerðir hurða. Við erum einnig með öxulmótóra fyrir bílskúrshurðir, auk þess sem við sérhæfum okkur í lausnum fyrir iðnaðarhurðir. 

Meðal þess sem við bjóðum upp á eru fjarstýrðir bílskúrshurðaopnarar frá Liftmaster og Bernal ásamt hágæða öxulmóturum frá Ovitor í Finlandi. Liftmaster er stærsti framleiðandi heims á fjarstýrðum bílskúrshurðaopnurum. Þýski framleiðandinn Bernal býður upp á sérlausnir í fjarstýrðum bílskúrshurðaopnurum.

Fjarstýrðir bílskúrshurðaopnarar

Fjarstýrðir bílskúrshurðaopnarar

Fjarstýrðir bílskúrshurðaopnarar frá Chamberlain Liftmaster og Bernal sem eru kröftugir en jafnframt hljóðlátir. Sérlega vandaðir og uppfylla ströngustu öryggiskröfur.
Einnig fæst MyQ búnaður sem nettengir opnarann og þá má sjá hvort bílskúrinn sé opinn eða lokaður hvar og hvenær sem er í gegnum tölvu eða með sérstöku appi fyrir snjallsíma.


Öxulmótorar fyrir iðnaðarhurðir

Öxulmótorar fyrir iðnaðarhurðir

Öxulmótorar fyrir bílskúrs- og iðnaðarhurðir. Fáanlegar bæði með utanáliggjandi og innfelldu stjórnkerfi