Hótelkerfi

Hótelkerfi

Vélar og verkfæri bjóða upp á nútímaleg og örugg aðgangskerfi fyrir hótel frá TESA ASSA ABLOY og Hotek Hospitality Group. Kerfin gera stjórnendum hótela/gistiheimila kleift að hafa örugga stjórn á aðgangi gesta sinna og starfsfólks. Til að finna út úr hvað passar best þarf að svara að minnsta kosti eftirfarandi spurningum um verkefnið:

  • Hversu margar hurðir og hvaða gerð af hurðum er um að ræða?
  • Hvernig á að stýra aðgangi – einföld stýring eða flóknari stýring.
  • Viltu vinna online? Viltu geta notað gsm síma til að opna hurðir?
  • Hver(gestur, starfsmaður,...) á að geta opnað hvaða hurð og hvenær?

Vélar og verkfæri hafa áratuga reynslu í að selja og þjónusta hótelkerfi og telja virk kerfi á landinu árið 2018 að minnsta kosti 100.

Sendu okkur línu á vv@vv.is eða sláðu á þráðinn í síma 550-8500 ef þú vilt fá frekari kynningu á aðgangskerfum fyrir hótel.

Tesa Assa Abloy

Tesa Assa Abloy

TESA ASSA ABLOY er leiðandi í heiminum í þróun, framleiðslu og þjónustu aðgangskerfa  fyrir hótel/gistiheimili. Tesa er eina fyrirtækið í heiminum sem býður upp á dual kerfi(RFID nándarskynjun og segulrönd í sama lás) sem að gagnast viðskiptavininum við að lágmarka kostnað og hámarka nýtni.

Útlit Tesa hótellásanna er einstaklega stílreint og fallegt.

Til hliðar er bæklingur sem sýnir betur launirnar frá TESA ASSA ABLOY.


Hotek

Hotek

Hotek Hospitality Group býður upp á og þróar byltingarkenndar lausnir fyrir hótelgeirann. Boðið er upp á bæði „offline“ og „online“ lausnir sem ávalt byggja á nýjustu tækni eins og RFID ,CLE© og QR kóða. Þarfir hótelsins/gistiheimilisins ráða hvernig samsetning lása, kerfa og hugbúnaðar í hótelkerfinu frá Hotek eru.