Hurðabúnaður

Hurðabúnaður

Hjá okkur færðu allt fyrir hurðir og hurðabúnað, nema hurðina sjálfa, svo sem handföng og lamir, hurðapumpur og raflása.

Meðal annars erum við með traustar vörur frá Assa, svo sem hurðaskrár, sýlindra, handföng og fleira. Einnig hurðapumpur frá Dorma, bæði rafknúnar og venjulegar.
Þá erum við með dyrasímajárn, raflása, rennihurðabrautir, felliþröskulda, fingurvarnir, lamir og margt fleira frá traustum framleiðendum eins og Eff EffAbloyAbusHendersonFSBUnion og Yale, svo einhverjir séu nefndir.

Lockitron - opnaðu með appi

Lockitron - opnaðu með appi

Lockitron lásinn er einfaldur í uppsetningu og þú opnar með appi í símanum þínum. Hægt er að deila út aðgengi eftir þörfum í gegnum farsíma.

Vélar og verkfæri eru að selja Lockitron lás sem er breyttur frá framleiðanda til að virka með Assa 565.


Yale Doorman - opnaðu með kóða, lykilkorti eða fjarstýringu

Yale Doorman - opnaðu með kóða, lykilkorti eða fjarstýringu

Það fylgir því frelsi að vera ekki bundin lyklum en á sama tíma má öryggi heimilisins ekki vera ógnað.

Við kaup á Yale Doorman fær maður allt í einum kassa: lásinn, handfang, skiltasett með takkaborði, slúttjárn, skrúfur og 3 lykilkort. Sem sagt allt sem þarf til að setja upp lásinn á hurðina sína.

Yale Doorman lásinn er opnaður með kóða, lykilkorti eða fjarstýringu. Með þessari lausn verður það ekki áhyggjuefni að lykill týnist. Auðvelt er að afvirkja lykilkort ef það hefur týnst. Einnig er auðvelt að búa til tímabundinn kóða til að hleypa iðnaðarmönnum eða húshjálp inn.


Bréfalúgur

Bréfalúgur

Bréfalúgur af ýmsum stærðum og gerðum, meðal annars frá Normbau og Fina.

Ítarefni

Fingurvarnir

Fingurvarnir

Fingurvarnir sem draga úr hættu á slysum, henta vel fyrir leikskóla og skóla, elliheimili og heilbrigðisstofnanir. Fyrir flestar gerðir inni- og útihurða.


Felliþröskuldar

Felliþröskuldar

Einangra fyrir vatni, ryki og hljóði, auk þess að auka eldvarnaröryggi.


Hurðapumpur

Hurðapumpur

Hurðapumpur auðvelda aðgang á einfaldan og hljóðlátan hátt. Vélar og verkfæri eru bæði með rafknúnar og venjulegar hurðapumpur frá Assa Abloy, Dorma og Ditec Entrematic.


Hurðastopparar

Hurðastopparar

Hurðastopparar í ýmsum útfærslum frá þekktum vörumerkjum eins og AXA, Assa, Randi, d line og Artikel.


Lamir

Lamir

Lamir fyrir allar gerðir hurða. Við erum einnig með einstakar lamir frá Tectus og Assa Abloy, sem falla inn í dyrakarminn og hurðina sjálfa og sjást því ekki að utanverðu.


Hurðarhúnar og höldur

Hurðarhúnar og höldur

Hjá Vélum og verkfærum finnurðu ótrúlegt úrval hurðarhúna sem eru hannaðir af mörgum þekktustu arkitektum heims. Sumir voru hannaðir fyrir mörgum áratugum, aðrir eru splunkunýir. Hér á síðunni má sjá lítið brot af því sem við höfum að bjóða.

Ítarefni

Sýlindrar fyrir lása

Sýlindrar fyrir lása

Sýlindrar frá Assa, Mauer og Abus. Meðal annars Assa d12 öryggissýlindrar sem eru mjög slitsterkir, sérstaklega hannaðir til að koma í veg fyrir dírkun og með sérstakri borvörn.Rennihurðabrautir

Rennihurðabrautir

Rennihurðabrautir frá leiðandi framleiðendum sem hægt er að nota fyrir skilrúm, hurðir og skápahurðir inni á heimilum og í fyrirtækjum, eða fyrir þungar og stórar iðnaðarhurðir. 


Neyðarútgangshúnar EN179

Neyðarútgangshúnar EN179

Húnar fyrir neyðarútganga sem uppfylla EN179 staðla. Henta fyrir minni rými, svo sem skrifstofur, fundarherbergi og skólastofur.


Neyðarútgangsslár EN1125

Neyðarútgangsslár EN1125

Búnaður fyrir neyðarútganga sem uppfylla EN1125 staðla. Hentar fyrir stærri rými, svo sem leikhús, verslanamiðstöðvar, skóla, sjúkrahús og íþróttahús. 


Stjórneiningar fyrir rafknúnar flóttahurðir

Stjórneiningar fyrir rafknúnar flóttahurðir

Stjórneiningar fyrir rafknúnar flóttahurðir sem hægt er að tengja við aðgangskerfi bygginga.