Brunavarnir

Brunavarnir

Afleiðingar bruna eru alvarlegar og óafturkræfar. Þess vegna er mikilvægt að staldra við og gera ráðstafanir til að lágmarka skaðann. Vélar og verkfæri hafa áralanga reynslu í sölu á búnaði fyrir flóttaleiðir, reykskynkara, slökkvitæki og eldvarnarteppi. 

Reykskynjarar

Reykskynjarar

Mikilvægasta tækið til eldvarna er reykskynjarinn. Vélar og verkfæri bjóða upp á bæði optíska og jóníska reykskynjara. Einnig er hægt að fá reykskynjara sem byggja á báðum tæknum. 

Jónískir reykskynjarar nema reykagnir og eru næmir fyrir reyk sem myndast við opinn eld. Þessir reykskynjarar reynast yfirleitt vel en henta síður í rými þar sem er raki, hiti og bræla frá matargerð.

Optískir skynjarar skynja betur kaldan og sýnilegan reyk sem myndast  t.d. þegar rafmagnstæki og raflagnir brenna. Optískir reykskynjarar henta betur í eldhús og þvottahús en þeir jónísku.