Höfuðljós

Höfuðljós

Höfuðljós henta vel þegar hendurnar þurfa að vera lausar, til dæmis við vinnu eða íþróttaiðkun, eða sem öryggistæki við veiðar og útivist. Vélar og verkfæri eru með hágæða höfuðljós frá þýska merkinu Led Lenser.

 

Led Lenser SEO

Led Lenser SEO

LED LENSER® SEO stendur fyrir unga, spennandi höfuðljósalínu með skærum litum, flottri hönnun og frábærum ljósstyrk. SEO línan inniheldur 3 tegundir – SEO3, SEO5 og SEO7. Öll hafa reynst vel við íslenskar aðstæður og verið notuð af útivistarfólki og við vinnu þar sem þörf er á góðu ljósi. Serían er hönnuð fyrir útivistarfólk og sameinar ljósstyrk, þægindi og léttleika.

Led Lenser SEO3: Ljósstyrkur: 100 lm, Drægni: 100 m, Þyngd: 105 g, Batterí: 3 x AAA 1.5V, Vatnsvarið: IPX6. 

Led Lenser SEO5: Ljósstyrkur: 180 lm, Drægni: 120 m, Þyngd: 105 g, Batterí: 3 x AAA 1.5V, Vatnsvarið: IPX6. 

Led Lenser SEO7: Ljósstyrkur: 220 lm, Drægni: 130 m, Þyngd: 93 g, Batterí: Endurhlaðanlegt, Vatnsvarið: IPX6. 

Endursöluaðilar á LED LENSER® SEO eru:


Led Lenser Neo

Led Lenser Neo

Neo serían frá Led Lenser er hressileg, litrík og dýnamísk. Neo höfuðljósin eru mjög létt(54g), nett og björt og lýsa að auki um langan veg. Neo höfuðljósin henta smáum sem stórum, ungum sem öldnum sökum einstaklega nettrar hönnunarinnar. Fullkomið fyrir hlaupatúrinn, kvöldgönguna og hjólatúrinn eftir að myrkrið tekur völdin.

Litir: Blá, græn, bleik, appelsínugul, gul

 

Endursöluaðilar Led Lenser Neo eru:


Led Lenser H serían

Led Lenser H serían

Til að sjá og vera séður! Frábært handbragð, einstakt sjónkerfi sem kallað hefur verið „Advanced Focus System“ (einkaleyfi), notendavænt, þægindi og ákaflega mikil birta gera H-seríuna að sigurvegara í hópi höfuðljósa. Vélar og verkfæri eru með H6, H6R, H7.2, H7R.2 og H14R.2 á lager. Önnur ljós í seríunni er hægt að sérpanta eftir þörfum.

H6/H6R

H6/H6R höfuðljósin eru þægileg, vel búin og á góðu verði miðað við þau gæði sem þau eru búin.

Ljósstyrkur: 200 lm, Drægni: 120 m, Þyngd: 132 g, Batterí: 3 x AAA(H6)/Endurhlaðanlegar(H6R), Vatnsvarið: IPX4

H7.2

Efnin sem eru notuð í ljósið og ergónómísk lögun þess gera að notandinn finnur varla fyrir því að hann er með ljós á höfðinu. Hægt er að stilla styrkleika ljóssins á auðveldan hátt og er þetta höfuðljós því ákaflega notendavænt – enda hefur það verið mjög vinsælt í Evrópu síðastliðin ár.Ljósið fékk meðal annars Reddot Award 2014 fyrir hönnun og hefur verið tilnefnt til þýsku hönnunarverðlaunanna 2016.

Ljósstyrkur: 250 lm, Drægni: 160 m, Þyngd: 165 g, Batterí: 4 x AAA(H6), Vatnsvarið: IPX6

H7R.2

H7R.2 höfuðljósið er endurhlaðanlegt ergónómískt undur með nýjum ljósaarkítektúr og þetta hefur leitt til þess að það er með allra vinsælustu höfuðljósunum.

Ljósstyrkur: 300 lm, Drægni: 160 m, Þyngd: 165 g, Batterí: Endurhlaðanleg, Vatnsvarið: IPX6

H14R.2

H14R.2 höfuðljósið er bjartasta höfuðljósið í H-seríunni og uppfyllir þannig þarfir t.d. leiðangra í óbyggðum, björgunarliða og er meira en nóg fyrir fjallgönguna. Annað sem eykur sveigjanleika í notkun er að geta tengt auka endurhlaðanleg batterí um USB port sem gerir það að verkum að það er hægt að lengja notkunartíma höfuðljóssins næstum út í hið óendanlega.

Ljósstyrkur: 850 lm, Drægni: 300 m, Þyngd: 340 g, Batterí: Endurhlaðanleg, Vatnsvarið: IPX4