Handverkfæri

Handverkfæri

Við leggjum okkur fram um að bjóða upp á gott úrval af handverkfærum sem henta þörfum viðskiptavinarins. Sérstök áhersla er lögð á hágæða handverkfæri fyrir iðnfyrirtæki, flugrekstraraðila og bílaverkstæði þar sem góð verkfæri eru mikilvæg.

Sem dæmi um handverkfæri sem við erum með í boði má nefna Snap-On verkfærin, sem eru uppáhalds verkfæri fagmanna um allan heim. Sumir ganga svo langt að kalla Snap-On verkfærin frekar skartgripi en verkfæri, en meginástæðu vinsælda þeirra má auðvitað rekja til óumdeildra gæða þeirra.

Borar, skurðar- og slípiskífuskífur

Borar, skurðar- og slípiskífuskífur

Fyrsta flokks borar og skurðverkfæri, bæði fyrir smiði og iðnað. Meðal annars frá hinu aldagamla fyrirtæki Izar, sem hefur framleitt bora frá 1910.

Við erum með fyrsta flokks skurðarskífur, slípiskífur,demantsskurðarskífur og fleira frá Rhodius.


Handsagir

Handsagir

Sagir frá Spear & Jackson sem mæta ströngustu kröfum um gæði og endingu.


Ýmis handverkfæri og öryggistæki

Ýmis handverkfæri og öryggistæki

Meðal annars tangir, rörtangir, blikkklippur, lyklar og toppar, skiptilyklar, málbönd, hallamál, kúbein, borar og slípivörur. Einnig eyrnahlífar, öryggishjálmar og gleraugu. Framleiðendur: Snap-On, Bahco, Irwin, Apex, Rhodius, Elvex, Eclipse, Gearwrench, USAG og fleiri.