Laserverkfæri og mælitæki

Laserverkfæri og mælitæki

Vinsældir laserverkfæra og annarra mælitækja hafa aukist með hverju árinu, bæði hjá leikmönnum og fagmönnum. Við aðstoðum báða hópa við að vinna hraðar og nákvæmar með hjálp gæðaverkfæra frá leiðandi framleiðendum.

Sem dæmi um vörur má nefna snúningslasera, línulasera, punktalasera, lasermæla, stafræn hallamál, hallamál, málbönd og sentrimetrastokka frá Stabila. Einnig ýmsar gerðir laserverkfæra frá Laserliner auk rakamæla, hitamæla, multimeter-mæla og myndavéla í gegnum vír (VideoScope). Þá erum við líka með snúningslasera, línulasera og punktalasera frá PLS.

Laserverkfæri

Laserverkfæri

Laserverkfæri eru tilvalin til að auka hraða og nákvæmni við mælingar og á sama tíma spara dýrmætt vinnuafl.

Laser fjarlægðarmælar eru þægilegir í notkun. Þeir geta mælt allt að 200m með mikilli nákvæmni og bjóða upp á alls konar gagnlega virkni. Kynnið ykkur eiginleika hvers fjarlægðarmælis fyrir sig og finnið hver þeirra hentar ykkur.

Snúningslaserar, línulaserar og punktlaserar eru allir mikilvæg hjálpartæki fyrir iðnaðarmenn við allar gerðir af byggingarvinnu – það er alls staðar mikilvægt að vanda til verka þannig að t.d. veggir, gólf, gluggar og innréttingar sitji rétt.


Mælitæki

Mælitæki

Voltmælar sem mæla riðstraum og jafnstraum með „true RMS“ mælingu, hraðar og nákvæmar mælingar í öllum lokuðum straumrásum.


VideoScope myndavélar

VideoScope myndavélar

Laserliner VideoScope myndavélar sem mynda í gegnum vír.


Stafræn hallamál

Stafræn hallamál

Stafrænu hallamálin frá Stabila mæla halla með ótrúlegri nákvæmni, bæði í prósentum og gráðum. 


Fylgihlutir

Fylgihlutir

Þrífætur, standar og fleiri fylgihlutir fyrir mælitæki.