Lampar

Lampar

Glæsilegir lampar frá Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi sem lýsa upp tilveruna. Hönnun sem hefur markað spor í evrópska hönnunarsögu, staðist tímans tönn og verið í uppáhaldi hjá arkitektum og hönnuðum frá upphafi.

Lampe GRAS

Lampe GRAS

Árið 1922 hannaði Frakkinn Bernard-Albin Gras vinnulampa. Lampinn fékk nafnið Lampe GRAS og er sígild hönnun og sannkallað fagurfræðilegt afrek 20. aldarinnar, margrómaður fyrir einfaldleika sinn og tímalausa fegurð. Arkitektar á borð við Le Corbusier, Robert Mallet-Stevens, og Eileen Gray vildu enga birtu sjá, aðra en frá GRAS lampanum. Fæst í ýmsum litum og útfærslum.


Wagenfeld borðlampi

Wagenfeld borðlampi

Glæsilegur og einstakur lampi, hannaður af Wilhelm Wagenfeld prófessor árið 1924, þegar hann var aðeins 24 ára að aldri og nýtekinn til starfa á Bauhaus vinnustofunni í Weimar. Lampinn hefur haldið vinsældum sínum áratugum saman enda er hönnunin einstök og tímalaus. Hver einasti Wagenfeld borðlampi er númeraður.

Ítarefni