Snagar, fatastandar og skóhillur

Snagar, fatastandar og skóhillur

Danska fyrirtækið Frost framleiðir fallega og praktíska hluti. Þetta er skandinavísk hönnun  og mantran þeirra er „Keep it simple“. Til að viðhalda ákveðnum ferskleika og frelsi er fyrirtækið ekki með sína eigin hönnunardeild heldur semur við sjálfstæða hönnuði eða hönnunarfyrirtæki.

Margar vörur frá Frost hafa fengið verðlaun:

  • RADA skóhillurnar unnu reddot design verðlaunin 2013, IF(International Forum) vöruhönnunarverðlaunin 2014, Good Design verðlaunin og Interior innovation verðlaunin 2014.
  • LULU snagarnir unnu reddot design verðlaunin árið 2010, IF vöruhönnunarverðlaunin árið 2011 og Good Design verðlaunin .
  • Wishbone borðin unnu reddot design verðlaunin árið 2010 og Good Design verðlaunin.
  • Camouflage snagarnir unnu reddot design verðlaunin árið 2008, IF vöruhönnunarverðlaunin árið 2009 og voru tilnefndir til DesignPreis 2009.
  • Wishbone fatahengið fékk reddot design verðlaunin árið 2008, tilnefnt til Designpreis 2009 og Good Design verðlaunin.

Snagar

Snagar

Hugmyndin af Lulu snögunum kemur frá opnu blómi og hugmyndin að snagarnir blómstri á veggnum. Hægt er að hengja herðatré, regnhlífar, töskur og trefla á Lulu – bæði praktískt og til skrauts. Lulu er til í 5 stærðum og hægt að raða saman í „blómvönd“ á veggnum. Áferð Lulu er mjúk og á að minna á flauelskennt blað blóms. Lögunin er hlý og jákvæð og passar þessvegna vel í fatahengi, gang eða jafnvel í stofuna.

Camouflage snagarnir frá Frost er eins konar veggskúlptúr. Eigandinn getur gefið hugarfluginu lausan tauminn og skapað einstakt munstur út úr grunneiningunum. Snagarnir bjóða upp á óþrjótandi upphengimöguleika - að hengja upp kápuna á herðatré, regnhlífar, trefla og svo framvegis. Camouflage snagarnir eru úr húðuðu stáli og koma í mörgum litum. Hægt er að stilla lengd frá vegg á þrjá vegu: 35, 50 og 65mm.


Fatastandar

Fatastandar

Wishbone fatastandarnir frá Frost eru heillandi og ljóðrænir í útliti – trjábolur með greinar er innblásturinn á bak við hönnunina. Wishbone er fjölnota og hentar bæði í heimahúsum og opinberum rýmum.


Skóhillur

Skóhillur

Það eru ótal hönnunarþættir sem gera Rada skóhillurnar frá Frost einstakar. Hönnunin er snyrtileg, mínimalísk, endingargóð og hentar nánast í hvaða umhverfi sem er. Festingarnar eru vel faldar á bak við veggplötu sem ver einnig undirliggjandi vegg fyrir hnjaski og óhreinindum.

Hægt er að raða skóm á tvo mismunandi vegu sem gerir það að verkum að Rada skóhillan passar fyrir allar gerðir af skóm, allt frá háhæluðum kvenskóm til gúmmístígvéla.