Hurðarhúnar og höldur

Hurðarhúnar og höldur

Þegar þú velur hurðarhún skiptir máli hvernig hann er viðkomu, hvernig hann endist og síðast en ekki síst hvernig hann lítur út og hæfir því umhverfi sem hann á að prýða. Hjá Vélum og verkfærum færðu hurðarhúna í ótrúlegu úrvali, sem eru hannaðir af mörgum þekktustu arkitektum heims.

Hurðarhúnar fyrir inni- og útihurðir

Hurðarhúnar fyrir inni- og útihurðir

Eitt stærsta úrval landsins af hurðarhúnum. Við erum bæði með sígilda og framúrstefnulega húna sem passa í allar gerðir húsa. Hér fyrir neðan er listi yfir helstu vörumerkin, smellið á þau til að skoða bæklinga.

 • Abloy Architectural Hardware – punkturinn yfir i-ið í innanhússhönnun.
 • Assa Addion – húnar sem hafa verið yfirborðsmeðhöndlaðir svo að bakteríur og örverur sem komast í snertingu við þá drepast.
 • Assa Override og Assa Flip-down – öryggishúnar, til dæmis fyrir heilbrigðisstofnanir og fangelsi.
 • Assa Epok – húnar hannaðir til að passa hinum ýmsu arkitektúrstílum.
 • Assa Hemma – fallegir húnar fyrir innihurðir.
 • Assa Ruko – hurðarhúnar framleiddir af hinu danska Ruko fyrir Assa Abloy.
 • Assa trycken – vörulisti sem spannar fjölbreytt úrval hurðarhúna frá Assa.
 • Bauhaus Tecnoline – glæsilegir húnar hannaðir snemma á síðustu öld í anda Bauhaus-stefnunnar af Walter Gropius og Wilhelm Wagenfeld.
 • Beslag Design – húnalína úr stáli sérstaklega hönnuð fyrir opinberar byggingar.
 • D line – hurðarhúnabæklingur frá D line.
 • D line Base – breið lína þar sem form og nýtistefna mætast.
 • D line ikons – hurðarhúnar hannaðir af þekktustu hönnuðum heims, meðal annars Arne Jacobsen, Annelise Bjørner og Vilhelm Lauritzen Architects.
 • DO:RE:MI: – glæsileg og notendavæn hurðarhúnasería sköpuð í samvinnu Ruko og Arkitema.
 • Fina – stílhrein hönnun og mjúkar línur sem gefa heimilinu glæsilegt yfirbragð og stíl.
 • Frost – Element, Evolution, Kube og Tube, stílhreinir og framsæknir húnar úr ryðfríu stáli frá Frost.
 • FSB – hurðarhúnar frá FSB, þýsk gæðavara.
 • FSB Brass – látúnshúnar frá FSB.
 • FSB Bronze – fallegir húnar úr bronsi.
 • FSB DuoHandles – glæsilegir húnar hannaðir af arkitektunum Stuart Veech og Mascha Veech-Kosmatschof.
 • FSB Roses – skífur fyrir skráargöt frá FSB.
 • Funxion – frá Hørup design, hönnun þar sem gæði og öryggi er í fyrirrúmi.
 • Fusital – húnar hannaðir af færustu arkitektum Ítalíu, úr látúni og ryðfríu stáli.
 • P. Bisschop – þýskir hurðarhúnar sem spanna allt frá barokkstíl yfir í jugend, art deco og Bauhaus.
 • Randi – yfirlitsbæklingur yfir Randi hurðarhúna.
 • Randi-Line 18 – slitsterkir og fallegir húnar úr ryðfríu stáli.
 • Randi-Line Komé – einfaldur og symmetrískur húnn hannaður af arkitektúrstofunni C.F Møller.
 • Randi-Line Square – spennandi hurðarhúnn skapaður af Friis & Moltke Design.
 • Valli&Valli – bæði klassísk og nútímaleg hönnun frá Ítalíu, að mestu úr látúni. 
 • DEURSTIJL NL

Höldur fyrir hurðir og skápa

Höldur fyrir hurðir og skápa

Vel hannaðar höldur og handföng sem einkennast af hreinum línum og fallegri áferð.